Þakklátur, þakkir, þakkargjörð Sjá einnig Blessa, blessaður, blessun; Tilbeiðsla Þakklátssemi fyrir blessanir meðteknar frá Guði. Að við látum þakklæti í ljós gleður Guð og sönn tilbeiðsla felur í sér að við þökkum honum. Við ættum að þakka Guði alla hluti. Gott er að lofa Drottinn, Sálm 92:1. Komum með lofsöng fyrir auglit hans, Sálm 95:1–2. Lofið Drottin, vegsamið nafn hans, Sálm 100. Látið ekki af að þakka fyrir yður, Ef 1:15–16. Verið þakklátir, Kól 3:15. Lofgjörðin og dýrðin, viskan og þakkargjörðin, heiðurinn sé Guði, Op 7:12. Ó, hvílíkar þakkir ættuð þér þá að færa himneskum konungi yðar, Mósía 2:19–21. Lifið í daglegri þakkargjörð, Al 34:38. Þegar þú ríst á fætur að morgni, lát þá hjarta þitt vera fullt af þakklæti til Guðs, Al 37:37. Gjörið allt með bæn og þakkargjörð, K&S 46:7. Veitið Guði þakkir, K&S 46:32. Gjörið þetta með þakkargjörð, K&S 59:15–21. Meðtakið þessa blessun frá Drottni með þakklátu hjarta í öllu, K&S 62:7. Sá, sem veitir öllu viðtöku með þakklæti, mun dýrðlegur gjörður, K&S 78:19. Færið þakkir í öllu, K&S 98:1 (1 Þess 5:18). Lofa Drottin með lofgjörðarbæn og þakkargjörð, K&S 136:28.