Natanael
Postuli Krists og vinur Filippusar í Nýja testamenti (Jóh 1:45–51). Hann kom frá Kana í Galíleu (Jóh 21:2). Kristur sagði að Natanael væri sannur Ísraelíti, sem engin svik væru í (Jóh 1:47). Almennt er talið að hann og Bartólómeus séu einn og sami maðurinn (Matt 10:3; Mark 3:18; Lúk 6:14; Jóh 1:43–45).