Námshjálp
Helaman, sonur Helamans


Helaman, sonur Helamans

Spámaður og sagnaritari í Mormónsbók sem kenndi Nefítaþjóðinni. Hann var afabarn Alma yngri og faðir Nefís þess sem veitt var vald yfir öllum höfuðskepnunum Ásamt syni sínum Nefí ritaði Helaman bók Helamans.

Bók Helamans

Kapítular 1–2 lýsa tíma mikilla stjórnmálaátaka. Kapítular 3–4greina frá því að Helaman og Morónía yfirhershöfðingja Nefítahersins tókst loks að koma friði á um tíma. En þrátt fyrir góða forystu þessara ágætu manna jókst spilling meðal þjóðarinnar. Í Heleman 5:1–6:14 lætur Nefí dómarasætið laust eins og afi hans Alma hafði gert, til að geta kennt fólkinu. Um tíma iðraðist þjóðin. Í Heleman 6:15–12:26 spilltist Nefítaþjóðin aftur á móti. Lokakapítularnir, 13–16, geyma hina sérstæðu frásögn af spámanninum sem nefndist Samúel Lamaníti, en hann sagði fyrir um fæðingu og krossfestingu frelsarans og tákn þau er boða mundu þá atburði.