Salt Notað sem mikilvægt efni til geymslu matar til forna; það var talið lífsnauðsynlegt. Kona Lots varð að saltstólpa, 1 Mós 19:26. Þér eruð salt jarðar, Matt 5:13 (Lúk 14:34; 3 Ne 12:13). Litið er á sáttmálsþjóð Drottins sem salt jarðar, K&S 101:39–40. Séu hinir heilögu ekki mönnunum frelsarar, eru þeir sem salt er dofnað hefur, K&S 103:9–10.