Jetró
Höfðingi í Gamla testamenti og Midíaníta prestur sem skaut skjólshúsi yfir Móse eftir að hann flýði frá Egyptalandi. Hann er einnig nefndur Regúel (2 Mós 2:18). Síðar kvongaðist Móse Sippóru, dóttur Jetrós (2 Mós 3:1; 4:18; 18:1–12). Jetró kenndi Móse að fela öðrum hluta starfa sinna (2 Mós 18:13–27). Móse meðtók prestdæmi Melkísedeks frá Jetró (K&S 84:6–7).