Kjörinn, hinir kjörnu Hinir kjörnu eru þeir sem elska Guð af öllu hjarta og lifa lífi sem er honum þóknanlegt. Þeir sem lifa þannig sem lærisveinar munu á sínum tíma verða kallaðir af Drottni til að dvelja meðal útvalinna barna hans. Þeir munu leiða afvega jafnvel hina útvöldu, Matt 24:24. Jóhannes gladdist yfir að börn hinnar útvöldu frúar væru sönn og trúföst, 2 Jóh 1. Syndir þínar eru þér fyrirgefnar, og þú ert kjörin kona, K&S 25:3. Mínir kjörnu heyra raust mína og herða eigi hjörtu sín, K&S 29:7. Ég mun safna mínum kjörnu saman úr öllum fjórum skautum heimsins, K&S 33:6. Ritningar verða gefnar til hjálpræðis mínum kjörnu, K&S 35:20–21. Þeir sem efla prestdæmisköllun sína verða hinir kjörnu Guðs, K&S 84:33–34. Dagar mótlætisins munu styttir, sakir hinna kjörnu, JS — M 1:20.