Sú athöfn að leggja hendur sínar á höfuð manneskju við prestdæmisvígslu. Margvíslegar helgiathafnir prestdæmisins eru framkvæmdar með handayfirlagningu, svo sem vígslur, blessanir, sjúkrablessanir, staðfesting meðlima kirkjunnar og veiting heilags anda.
Jesús lagði hendur á höfuð nokkurra sjúkra og læknaði þá, Mark 6:5 (Morm 9:24 ).
Postularnir lögðu hendur á höfuð hinna sjö er skyldu aðstoða þá, Post 6:5–6 .
Heilagur andi var veittur með handayfirlagningu, Post 8:14–17 .
Ananías gaf Sál aftur sjónina með handayfirlagningu, Post 9:12, 17–18 .
Páll lagði hendur yfir hann og læknaði hann, Post 28:8 .
Páll boðaði kenninguna um skírn og handayfirlagningu, Hebr 6:2 .
Alma vígði presta og öldunga með handayfirlagningu, Al 6:1 .
Jesús gaf lærisveinum sínum vald til að veita heilagan anda með handayfirlagningu, 3 Ne 18:36–37 .
Þeim sem þér leggið hendur yfir skuluð þér veita heilagan anda, Moró 2:2 .
Öldungarnir skulu leggja hendur yfir börnin og blessa þau, K&S 20:70 .
Þeir skulu meðtaka heilagan anda með handayfirlagningu, K&S 35:6 (TA 1:4 ).
Öldungar skulu leggja hendur yfir hina sjúku, K&S 42:44 (K&S 66:9 ).
Börn skulu hljóta handayfirlagningu eftir skírn, K&S 68:27 .
Prestdæmið er meðtekið með handayfirlagningu, K&S 84:6–16 .