Námshjálp
Þessaloníkubréfin


Þessaloníkubréfin

Tvær bækur í Nýja testamenti. Þær voru upphaflega tvö bréf sem Páll ritaði Þessaloníkumönnum meðan hann var í Korintu í fyrstu ferð sinni til Evrópu um 50 e.Kr. Starfi hans í Þessaloníku er lýst í 17. kapítula Postulasögunnar. Páll vildi hverfa aftur til Þessaloníku en kom því ekki við (1 Þess 2:18). Því sendi hann Tímóteus til að uppörva trúskiptingana og afla frétta af högum þeirra. Páll skrifaði fyrra bréfið fullur þakklætis þegar Tímóteus var kominn til baka.

Fyrra Þessaloníkubréf

Kapítular 1–2 eru kveðjur Páls og bænir fyrir hinum heilögu; kapítular 3–5 geyma leiðbeiningar um framför í helgun, kærleika, hreinlífi og kostgæfni og um síðari komu Jesú Krists.

Síðara Þessaloníkubréf

Kapítuli 1 er bæn fyrir hinum heilögu. Kapítuli 2 greinir frá væntanlegu fráhvarfi. Kapítuli 3 geymir bæn Páls fyrir sigri málstaðar fagnaðarerindisins.