Ánauð Sjá einnig Frjáls, frelsi Að vera líkamlega eða andlega í fjötrum. Ísraelsmenn urðu að fara úr landi vegna misgjörðar sinnar, Esek 39:23. Sá sem herleiðir mun herleiddur verða, Op 13:10 (eldri þýðing). Hinir siðspilltu munu leiddir í ánauð djöfulsins, 1 Ne 14:4, 7. Mönnum er frjálst að velja frelsi og eilíft líf eða helsi og dauða, 2 Ne 2:27. Vilji holdsins gefur anda djöfulsins vald til að hneppa í ánauð, 2 Ne 2:29. Hafið þér nægilega í minnum ánauð feðra yðar, Al 5:5–6. Þá sem herða hjörtu sín hneppir djöfullinn í ánauð, Al 12:11. Haldið vöku yðar og biðjið án afláts, svo að djöfullinn freisti yðar ekki og leiði yður ánauðuga burt, 3 Ne 18:15.