Amen
Merkir „megi svo verða“ eða „þannig er það.“ Amen er talið sýna hjartanlega eða alvarlega viðurkenningu og samþykki (5 Mós 27:14–26) eða sannleiksgildi (1 Kon 1:36). Nú á dögum segja menn amen upphátt að lokinni bæn, vitnisburði eða ræðu, til þess að láta í ljós samþykki og viðurkenningu.
Á dögum Gamla testamentis áttu menn að segja amen þegar eiður var unninn (1 Kro 16:7, 35–36; Nehem 5:12–13; 8:2–6). Kristur er nefndur „Amen, votturinn trúi og sanni“ (Op 3:14). Amen var einnig notað sem sáttmálstákn í Skóla spámannanna (K&S 88:133–135)