Námshjálp
Helgiathafnir


Helgiathafnir

Helgir siðir og seremóníur. Helgiathafnir samanstanda af atriðum sem hafa andlega merkingu. Helgiathafnir geta einnig táknað lögmál Guðs og setningar.

Helgiathafnir í kirkjunni ná yfir þjónustu við sjúka (Jakbr 5:14–15), blessun sakramentis (K&S 20:77, 79), niðurdýfingarskírn (Matt 3:16; K&S 20:72–74), blessun barna (K&S 20:70), gjöf heilags anda (K&S 20:68; 33:15), veitingu prestdæmisins (K&S 84:6–16; 107:41–52), musterisvígslur (K&S 124:39), og hjónavígslu eftir hinum nýja og ævarandi sáttmála (K&S 132:19–20).

Helgiathöfn með staðgengli

Kirkjuleg helgiathöfn framkvæmd af lifandi manni sem kemur í stað þess sem er dáinn. Slíkar helgiathafnir taka því aðeins gildi að þær séu meðteknar af þeim, sem þær eru gerðar fyrir, þeir haldi sáttmálana sem tengjast þeim og innsiglist af heilögum anda fyrirheitsins. Slíkar helgiathafnir eru nú framkvæmdar í musterunum.