Jeróbóam Í Gamla testamenti. Jeróbóam var fyrsti konungur í norðurríki hins klofna Ísraels. Hann var af ættkvísl Efraíms. Hinn spillti Jeróbóam leiddi uppreisn gegn húsi Júda og ætt Davíðs. Jeróbóam setti upp skurðgoð handa fólkinu í Dan og Betel að dýrka, 1 Kon 12:28–29. Ahía ávítaði Jeróbóam, 1 Kon 14:6–16. Jeróbóams er minnst fyrir að leiða hræðilega synd yfir Ísrael, 1 Kon 15:34 (1 Kon 12:30).