Réttlátur, réttlæti Sjá einnig Boðorð Guðs; Ganga, ganga með Guði; Óréttlátur, óréttlæti; Ranglátur, ranglæti; Ráðvendni; Verðugur, verðleiki Að vera sannur, heilagur, dyggðugur, ráðvandur; starfa í hlýðni við boðorð Guðs; forðast synd. Drottinn blessar hinn réttláta, Sálm 5:13. Augu Drottins hvíla á réttlátum, Sálm 34:16, 18 (1 Pét 3:12). Þegar réttlátum fjölgar, gleðst þjóðin, Okv 29:2 (K&S 98:9–10). Sælir eru þeir, sem hungrar og þyrstir eftir réttlætinu, Matt 5:6 (3 Ne 12:6). Leitið fyrst ríkis Guðs og réttlætis hans, Matt 6:33. Hinir réttlátu fara til eilífs lífs, Matt 25:46. Kröftug bæn réttláts manns megnar mikið, Jakbr 5:16. Hinn réttláti nýtur náðar Guðs, 1 Ne 17:35. Hann mun varðveita hina réttlátu, þeir þurfa því ekki að óttast, 1 Ne 22:17, 22. Satan mun ekkert vald hafa vegna réttlætis fólks Drottins, 1 Ne 22:26. Sé ekkert réttlæti til þá er heldur engin hamingja til, 2 Ne 2:13. Hinir réttlátu munu erfa Guðs ríki, 2 Ne 9:18. Hinir réttlátu hræðast ekki sannleikans orð, 2 Ne 9:40. Allt mannkyn þarf að hverfa í faðm réttlætisins, Mósía 27:25–26. Nöfn hinna réttlátu skulu færð í bók lífsins, Al 5:58. Þér hafið leitað hamingjunnar í misgjörðum, sem er andstætt eðli réttlætis, He 13:38. Söngur hinna réttlátu er bæn til mín, K&S 25:12. Standið klæddir brynju réttlætisins, K&S 27:16 (Ef 6:14). Dauði hinna réttlátu verður þeim ljúfur, K&S 42:46. Hinir réttlátu munu safnast saman frá öllum þjóðum, K&S 45:71. Menn ættu að koma miklu réttlæti til leiðar af frjálsum vilja sínum, K&S 58:27. Sá sem vinnur réttlætisverk hlýtur frið í þessum heimi og eilíft líf í komanda heimi, K&S 59:23. Við síðari komuna verður algjör aðskilnaður hinna réttlátu og hinna ranglátu, K&S 63:54. Krafti himins verður aðeins stjórnað og beitt eftir reglum réttlætisins, K&S 121:36. Meðal hinna réttlátu ríkti friður, K&S 138:22. Þjóð Síonar lifði í réttlæti, HDP Móse 7:18. Abraham var fylgjandi réttlætisins, Abr 1:2.