Námshjálp
Assýría


Assýría

Fornt stórveldi sem ásamt keppinautinum Babýlon réð yfir flestum hinum gömlu ríkjum Sýrlands og Filisteu lengst af á tímabili Gamla testamentisins. Jafnvel þótt Assýríumenn væru mikið herveldi frá miðri 12. og framundir lok 7. aldar f.Kr., tókst þeim aldrei að treysta sig í sessi stjórnmálalega. Þeir stjórnuðu með ógnaraðgerðum, brutu niður óvini sína með eldi og sverði eða drógu úr styrk þeirra með herleiðingu stórs hluta íbúanna til annarra hluta veldis síns. Fólkið sem var sett undir stjórn Assýríumanna barðist stöðugt á móti stórveldinu. (Sjá 2 Kon 18–19; 2 Kro 32; Jes 7:17–20; 10; 19; 37.)