Erfingi Sá sem á rétt á að erfa veraldlegar eða andlegar gjafir. Í ritningunum er loforð til réttlátra að þeir verði erfingjar alls sem Guð á. Abraham þráði erfingja, 1 Mós 15:2–5. Fyrir trúarréttlæti var Abraham gefið fyrirheitið að hann skyldi verða erfingi heimsins, Róm 4:13. Vér erum Guðs börn. En ef vér erum börn, þá líka erfingjar og það erfingjar Guðs, en samarfar Krists, Róm 8:16–17 (K&S 84:38). Þú ert sonur, erfingi að ráði Guðs, Gal 4:7. Guð hefur sett son sinn erfingja allra hluta, Hebr 1:2. Þeir sem bíða þess að fá fyrirgefningu synda sinna eru erfingjar Guðs ríkis, Mósía 15:11. Fólkið varð börn Krists og erfingjar að Guðsríki, 4 Ne 1:17. Þeir sem deyja án þekkingar á fagnaðarerindinu geta orðið erfingjar hins himneska ríkis, K&S 137:7–8. Hinir dánu, sem iðrast eru erfingjar að sáluhjálp, K&S 138:58–59. Abraham varð réttmætur erfingi fyrir réttlæti sitt, Abr 1:2.