Orð Guðs Sjá einnig Boðorð Guðs; Opinberun; Ritningar Boðorð, fyrirmæli, boð eða boðskapur frá Guði. Börn Guðs geta meðtekið orð hans beint með opinberun fyrir andann eða frá kjörnum þjónum hans (K&S 1:38). Maðurinn lifir á sérhverju því, er fram gengur af munni Drottins, 5 Mós 8:3 (Matt 4:4; K&S 84:43–44). Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á vegum mínum, Sálm 119:105. Þeir fylltust allir heilögum anda og töluðu orð Guðs af djörfung, Post 4:31–33. Járnstöngin var orð Guðs sem vísaði veginn að lífsins tré, 1 Ne 11:25 (1 Ne 15:23–25). Þið voruð tilfinningalausir og gátuð ekki skynjað orð hans, 1 Ne 17:45–46. Vei sé þeim, er hafnar orði Guðs, 2 Ne 27:14 (2 Ne 28:29; Et 4:8). Sækið fram endurnærðir af orði Krists, 2 Ne 31:20 (2 Ne 32:3). Vegna vantrúar sinnar gátu þeir ekki skilið orð Guðs, Mósía 26:3 (Al 12:10). Þeir höfðu kynnt sér ritningarnar gaumgæfilega til þess að öðlast þekkingu á orði Guðs, Al 17:2. Lát reyna á kraft Guðs orðs, Al 31:5. Alma líkti orði Guðs við sáðkorn, Al 32:28–43. Allt sem þeir segja hvattir af heilögum anda skal vera orð Drottins, K&S 68:4. Þér skuluð lifa samkvæmt hverju orði sem fram gengur af Guðs munni, K&S 84:44–45. Hver sem varðveitir mín orð, mun ekki láta blekkjast, JS — M 1:37.