Sannleikur er þekking á hlutum eins og þeir eru, eins og þeir voru og eins og þeir munu verða (K&S 93:24 ). Sannleikur er einnig ljós og opinberun af himnum.
Þér munuð þekkja sannleikann, og sannleikurinn mun gjöra yðar frjálsa, Jóh 8:32 .
Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið, Jóh 14:6 .
Ef vér segjum: Vér höfum ekki synd, þá er sannleikurinn ekki í oss, 1 Jóh 1:8 .
Hinum seku er sannleikurinn sár, 1 Ne 16:2 .
Hinir réttlátu elska sannleikann, 2 Ne 9:40 .
Andinn segir sannleikann og lýgur ekki, Jakob 4:13 .
Þú ert Guð sannleikans og getur ekki logið, Et 3:12 .
Fyrir kraft heilags anda getið þér fengið að vita sannleiksgildi allra hluta, Moró 10:5 .
Sannleikurinn varir alltaf og að eilífu, K&S 1:39 .
Andi sannleikans hefur upplýst þig, K&S 6:15 .
Mormónsbók geymir sannleikann og orð Guðs, K&S 19:26 .
Huggarinn var sendur til þess að kenna sannleikann, K&S 50:14 .
Sá sem meðtekur orðið fyrir anda sannleikans meðtekur það eins og það er prédikað af anda sannleikans, K&S 50:17–22 .
Kunngjörið sannleikann í samræmi við opinberanir sem ég hef gefið yður, K&S 75:3–4 .
Það sem er sannleikur er ljós, K&S 84:45 .
Ljós Krists er ljós sannleikans, K&S 88:6–7, 40 .
Andi minn er sannleikur, K&S 88:66 .
Vitsmunir, eða ljós sannleikans, voru ekki skapaðir eða gjörðir, K&S 93:29 .
Dýrð Guðs er vitsmunir, eða ljós og sannleikur, K&S 93:36 .
Ég hef boðið yður að ala börn yðar upp í ljósi og sannleika, K&S 93:40 .