Ranglátur, ranglæti Sjá einnig Myrkur, andlegt; Óguðlegur; Óhreinindi; Óréttlátur, óréttlæti; Synd Illt, siðlaust; að óhlýðnast boðum Guðs. Hvernig skyldi ég þá aðhafast þessa miklu óhæfu og syndga á móti Guði, 1 Mós 39:7–9. Drottinn er fjarlægur óguðlegum, en bæn réttlátra heyrir hann, Okv 15:29. Þegar óguðlegir drottna andvarpar þjóðin, Okv 29:2 (K&S 98:9). Útrýmið hinum vonda úr yðar hópi, 1 Kor 5:13. Baráttan sem vér eigum í er við heimsdrottnara þessa myrkurs, Ef 6:12. Yfirgefið hina ranglátu og snertið ekki við þeirra óhreinu hlutum, Al 5:56–57 (K&S 38:42). Þetta er lokahlutskipti hinna ranglátu, Al 34:35 (Al 40:13–14). Aldrei hefur hamingja falist í ranglæti, Al 41:10. Með hinum ranglátu er hinum ranglátu refsað, Morm 4:5 (K&S 63:33). Á þeirri stundu verður algjör aðskilnaður hinna réttlátu og hinna ranglátu, K&S 63:54. Þá koma endalok hinna ranglátu, JS — M 1:55.