Námshjálp
Djöfull


Djöfull

Satan. Djöfullinn er óvinur réttlætis og þeirra sem leitast við að gjöra vilja Guðs. Hann er beinlínis andasonur Guðs og var eitt sinn engill með áhrifavaldi í nærveru Guðs (Jes 14:12; 2 Ne 2:17). Hins vegar gerði hann uppreisn í fortilverunni og tældi þriðjung andabarna föðurins til þátttöku með sér (K&S 29:36; HDP Móse 4:1–4; Abr 3:27–28). Þeim var varpað burt af himni, var neitað um jarðneska líkama og reynslu jarðlífsins og verða að eilífu útskúfaðir. Allt frá því djöfullinn var rekinn frá himni hefur hann sífellt leitast við að blekkja alla, karla og konur, og leiða þau frá verki Guðs til þess að gjöra allt mannkyn eins aumkunarvert og hann er sjálfur (Op 12:9; 2 Ne 2:27; 9:8–9).

Kirkja djöfulsins

Sérhver ill og jarðbundin stofnun á jörðu sem spillir hreinu og fullkomnu fagnaðarerindi og berst gegn lambi Guðs.