Námshjálp
Synagóga


Synagóga

Samkomustaður notaður í trúarlegum tilgangi. Á tíma Nýja testamentis voru húsgögn yfirleitt einföld, samanstóðu af örk sem hafði að geyma bókrollur með lögmálinu og öðrum helgum ritum, skrifborð og sæti fyrir þá sem tilbáðu.

Öldungasveit á hverjum stað stýrði synagógunni. Þeir ákváðu hverjir fengu aðgang og hverjir voru útilokaðir (Jóh 9:22; 12:42). Mikilvægasti embættismaðurinn var samkundustjórinn (Mark 5:22; Lúk 13:14). Yfirleitt var hann fræðimaður, sá um bygginguna og stýrði samkomunum. Aðstoðarmaður sá um ritarastörf (Lúk 4:20).

Synagógu var komið upp hvarvetna í bæjum þar sem Gyðingar bjuggu, bæði í Palestínu og annars staðar. Þetta kom sér mjög vel við útbreiðslu fagnaðarerindis Jesú Krists vegna þess að fyrstu trúboðarnir fengu að tala í synagógunum (Post 13:5, 14; 14:1; 17:1, 10; 18:4). Sama fyrirkomulag er að finna meðal trúboða í Mormónsbók (Al 16:13; 21:4–5; 32:1) svo og meðal trúboða á þessum ráðstöfunartíma (K&S 66:7; 68:1).