Enos, sonur Jakobs
Nefítaspámaður og sagnaritari í Mormónsbók sem baðst fyrir, bað um og fékk fyrirgefningu synda sinna, vegna trúar sinnar á Krist (Enos 1:1–8). Sáttmáli var gjörður við Enos um að Drottinn mundi koma Mormónsbók í hendur Lamaníta (Enos 1:15–17).
Bók Enosar
Bók sem er hluti Mormónsbókar og greinir frá bæn Enosar til Drottins um persónulega fyrirgefningu synda, fyrir fólk hans, og fyrir aðra. Drottinn lofaði honum því að Mormónsbók yrði varðveitt og kæmist í hendur Lamanítum í framtíðinni. Þótt bókin sé aðeins einn kapítuli, rekur hún merka sögu manns sem leitaði til Guðs síns í bæn, lifði í hlýðni við boð Guðs og gladdist fyrir dauða sinn í þekkingunni á lausnaranum.