Jesús Kristur er hinn mikli lausnari mannkyns vegna þess að með friðþægingu sinni greiddi hann gjaldið fyrir syndir mannkyns og gjörði upprisu allra manna mögulega.
Hann skaltu láta heita Jesú, því að hann mun frelsa lýð sinn frá syndum þeirra, Matt 1:21 .
Mannssonurinn kom til að gefa líf sitt til lausnargjalds fyrir marga, Matt 20:28 (1 Tím 2:5–6 ).
Hann hefur vitjað lýðs síns og búið honum lausn, Lúk 1:68 .
Við urðum sáttir við Guð með dauða sonar hans, Róm 5:10 .
Jesús Kristur gaf sjálfan sig fyrir oss, til þess að hann leysti oss frá öllu ranglæti, Títus 2:13–14 .
Jesús Kristur leysti oss frá syndum vorum með blóði sínu, Op 1:5 .
Endurlausnin felst í heilögum Messíasi, 2 Ne 2:6–7, 26 .
Sonurinn tók á sig misgjörðir manna og afbrot, endurleysti þá og fullnægði kröfum réttvísinnar, Mósía 15:6–9, 18–27 .
Kristur kom til að endurleysa alla sem vilja láta skírast iðrunarskírn, Al 9:26–27 .
Hann mun koma í heiminn til að endurleysa fólk sitt, Al 11:40–41 .
Endurlausn fæst fyrir iðrun, Al 42:13–26 .
Jesús Kristur kom til að endurleysa heiminn, He 5:9–12 .
Kristur endurleysti mannkyn frá líkamlegum og andlegum dauða, He 14:12–17 .
Endurlausnin kemur með Kristi, 3 Ne 9:17 .
Ég er sá, sem fyrirbúinn var frá grundvöllun veraldar til að endurleysa fólk mitt, Et 3:14 .
Drottinn lausnari yðar leið píslardauða í holdinu, K&S 18:11 .
Kristur leið fyrir alla, svo að þeir þurfi ekki að þjást, ef þeir iðrast, K&S 19:1, 16–20 .
Lítil börn eru endurleyst fyrir minn eingetna, K&S 29:46 .
Ég hef sent minn eingetna son í heiminn til þess að endurleysa heiminn, K&S 49:5 .
Kristur er ljós heimsins og lausnari, K&S 93:8–9 .
Joseph F. Smith sá í sýn endurlausn hinna dánu, K&S 138 .