Biskup Sjá einnig Aronsprestdæmið Merkir „umsjónarmaður,“ eða embætti eða ábyrgðarstaða. Vígt embætti í Aronsprestdæmi (K&S 20:67; 107:87–88) og biskup er almennur dómari í Ísrael (K&S 107:72, 74). Heilagur andi hefur gjört yður umsjónarmenn, Post 20:28. Hæfnisskilyrði sett fram varðandi biskupa, 1 Tím 3:1–7 (Títus 1:7). Biskup skal vígður, K&S 20:67. Edward Partridge skal þjóna sem biskup í kirkjunni, K&S 41:9. Biskup á að þekkja andlegar gjafir, K&S 46:27, 29. Háprestur getur þjónað sem biskup, K&S 68:14, 19 (K&S 107:17). Biskup er tilnefndur af Drottni, K&S 72. Biskup skal annast hina fátæku, K&S 84:112. Biskup skal stýra öllum stundlegum málum, K&S 107:68. Biskup er forseti Aronsprestdæmisins, K&S 107:87–88.