Námshjálp
Jesebel (Ísebel)


Jesebel (Ísebel)

Siðspillt kona í Gamla testamenti, ættuð úr Fönikíu. Hún var kona Akabs (1 Kon 16:30–31), Ísraelskonungs sem ríkti meðan Elía var spámaður.

Gifting Jesebel og Akabs orsakaði, fremur en nokkur annar einstakur atburður, hrun norðurríkis Ísraels; Jesebel innleiddi í Ísrael skurðgoðadýrkun af verstu gerð sem tíðkast hafði í ættlandi hennar, í stað dýrkunar Jehóva (1 Kon 18:13, 19).