Stjórn Sjá einnig Stjórnarskrá Þegar Jesús Kristur kemur aftur setur hann á fót réttláta stjórn. Á hans herðum skal höfðingjadómurinn hvíla, Jes 9:6 (2 Ne 19:6). Gjaldið keisaranum það sem keisarans er, Matt 22:21 (K&S 63:26). Verið undirgefnir yfirvöldum, Róm 13:1. Biðjið fyrir konungum og öllum sem hátt eru settir, 1 Tím 2:1–2. Verið undirgefnir og hlýðnir höfðingjum og yfirvöldum, Títus 3:1. Verið Drottins vegna undirgefnir allri mannlegri skipan, 1 Pét 2:13–14. Jesús Kristur fær vald yfir heiminum, Op 11:15. Hafið réttvísa menn fyrir konunga yðar, Mósía 23:8. Sinnið málefnum yðar í samræmi við rödd þjóðarinnar, Mósía 29:26. Kristur verður stjórnandi okkar þegar hann kemur, K&S 41:4. Sá sem hlítir lögmáli Guðs finnur enga þörf til að brjóta lög landsins, K&S 58:21. Þegar hinir ranglátu stjórna grætur þjóðin, K&S 98:9–10. Stjórnkerfi eru innleidd af Guði manninum til heilla, K&S 134:1–5. Mönnum er skylt að styðja stjórnvöld og veita þeim fulltingi, K&S 134:5. Vér trúum að vér eigum að vera þegnar konungs, forseta, stjórnenda og yfirvalda, TA 1:12.