Venjulega er átt við olífuolíu þegar minnst er á olíu í ritningunum. Allt frá tíma Gamla testamentis hefur olífuolía verið notuð í musterum og tjaldbúðaathöfnum, við smurning, til brennslu í lömpum og til matar. Olífuolía er stundum tákn fyrir hreinleika og fyrir heilagan anda og áhrif hans (1 Sam 10:1, 6; 16:13; Jes 61:1–3).