Umbreyttar verur Manneskjur sem umbreytt er þannig að þær smakka hvorki þjáningu né dauða fram að upprisu til eilífs lífs. Enok gekk með Guði og hvarf, af því að Guð nam hann burt, 1 Mós 5:24 (Hebr 11:5; K&S 107:48–49). Enginn veit um gröf Móse, allt til þessa dags, 5 Mós 34:5–6 (Al 45:19). Elía fór til himins í stormviðri, 2 Kon 2:11. Ef ég vil að hann lifi, þangað til ég kem, hverju skiptir það þig, Jóh 21:22–23 (K&S 7:1–3). Þér skuluð aldrei smakka dauðann, 3 Ne 28:7. Þess vegna varð breyting á líkömum þeirra, svo að þeir þyrftu ekki að smakka dauðann, 3 Ne 28:38 (4 Ne 1:14; Morm 8:10–11). Jóhannes hinn elskaði mun lifa þar til Drottinn kemur, K&S 7. Ég tók Síon Enoks að eigin brjósti, K&S 38:4 (HDP Móse 7:21, 31, 69). Enok og bræður hans eru borg, sem geymd skal þar til dagur réttlætisins rennur upp, K&S 45:11–12. Elía var hrifinn til himins án þess að smakka dauðann, K&S 110:13. Heilagur andi kom yfir marga og þeir voru hrifnir upp til Síonar, HDP Móse 7:27.