Fræðimaður
Í Gamla og Nýja testamenti er dálítill munur á þessu hugtaki: (1) Í Gamla testamenti var aðalábyrgðarstarf fræðimannsins að afrita ritningarnar (Jer 8:8). (2) Fræðimanna er oft getið í Nýja testamentinu og eru stundum nefndir lögvitringar og lærifeður. Þeir þróuðu lögin í smáatriðum og aðlöguðu aðstæðum samtíðar sinnar (Matt 13:52; Mark 2:16–17; 11:17–18; Lúk 11:44–53; 20:46–47).