Jeríkó Víggirt borg í Jórdan dalnum, 245 metra undir sjávarmáli. Jeríkó er nálægt þeim stað þar sem Ísraelsmenn fóru yfir ána þegar þeir komu fyrst til fyrirheitna landsins (Jós 2:1–3; 3:16; 6). Ísraelítar háðu orrustu við Jeríkó, Jós 6:1–20. Jósúa lagði bölvun á Jeríkó, Jós 6:26 (1 Kon 16:34). Jeríkó var innan þess svæðis sem úthlutað var Benjamín, Jós 18:11–12, 21. Drottinn kom við í Jeríkó í síðustu ferð sinni til Jerúsalem, Mark 10:46 (Lúk 18:35; 19:1).