Að veita öðrum þekkingu, sérstaklega um sannleika fagnaðarerindisins og leiða þá til réttlætis. Þeir sem kenna fagnaðarerindið ættu að leiðast af andanum. Allir foreldrar eru kennarar innan sinnar fjölskyldu. Heilagir ættu að leita leiðbeininga frá Drottni og leiðtogum hans og meðtaka þær fúslega.
Vér vitum að þú ert lærifaðir kominn frá Guði, Jóh 3:2 .
Þú sem fræðir aðra, hví fræðir þú ekki sjálfan þig, Róm 2:21 .
Ég hlaut nokkra tilsögn í fræðum föður míns, 1 Ne 1:1 (Enos 1:1 ).
Prestar og kennarar verða að kenna af kostgæfni, að öðrum kosti falla syndir fólksins yfir þeirra eigin höfuð, Jakob 1:18–19 .
Hlustið á mig og ljúkið upp eyrum yðar, Mósía 2:9 .
Kennið börnum yðar að elska hvert annað og þjóna hvert öðru, Mósía 4:15 .
Treystið engum til að vera kennari yðar nema hann sé Guðs maður, Mósía 23:14 .
Drottinn úthellti anda sínum um allt landið til að búa hjörtu þeirra undir að meðtaka orðið, Al 16:16 .
Þeir kenndu með krafti og valdi Guðs, Al 17:2–3 .
Mæður þeirra höfðu kennt þeim, Al 56:47 (Al 57:21 ).
Og sem þeir sæktust eftir visku, svo mættu þeir fræðslu fá, K&S 1:26 .
Kennið hver öðrum í samræmi við það embætti, sem ég hef útnefnt yður, K&S 38:23 .
Kennið grundvallarreglur fagnaðarerindis míns, sem eru í Biblíunni og Mormónsbók, K&S 42:12 .
Þér skuluð hljóta kennslu frá upphæðum, K&S 43:15–16 .
Foreldrar kenni börnum sínum, K&S 68:25–28 .
Fræðið hvert annað um kenningu ríkisins, K&S 88:77–78, 118 .
Útnefnið kennara á meðal yðar, K&S 88:122 .
Þú hefur ekki kennt börnum þínum ljós og sannleika, og það er orsök þrenginga þinna, K&S 93:39–42 .
Þér eruð ekki þeir sem tala, heldur andi föður yðar, Matt 10:19–20 .
Brann ekki hjartað í okkur, meðan hann lauk upp fyrir okkur ritningunum, Lúk 24:32 .
Fagnaðarerindið er kennt með krafti andans, 1 Kor 2:1–14 .
Þú skalt hafa anda minn til að sannfæra mennina, K&S 11:21 .
Á þig mun hlýtt í öllu, sem þú kennir með huggaranum, K&S 28:1 (K&S 52:9 ).
Ef þér meðtakið ekki andann munuð þér ekki kenna, K&S 42:14 (K&S 42:6 ).
Kennið mannanna börnum með krafti anda míns, K&S 43:15 .
Öldungar skulu kenna fagnaðarerindið með andanum, K&S 50:13–22 .
Einmitt á þeirri stundu mun yður gefið hvað þér eigið að segja, K&S 84:85 (K&S 100:5–8 ).