Hlýðni, hlýðinn, hlýða Sjá einnig Blessa, blessaður, blessun; Boðorð Guðs; Ganga, ganga með Guði; Gleði; Hlusta og hlýða á; Lögmál Í andlegum skilningi er hlýðni að framkvæma vilja Guðs. Allt gjörði Nói eins og Guð bauð honum, 1 Mós 6:22. Abraham hlýddi Drottni, 1 Mós 22:15–18. Vér viljum gjöra allt það, sem Drottinn hefur boðið, 2 Mós 24:7. Heyr því, Ísrael, og gæt þess að breyta eftir því, 5 Mós 6:1–3. Elska Drottin Guð þinn, hlýð raustu hans, 5 Mós 30:20. Hlýðni er betri en fórn, 1 Sam 15:22. Óttastu Guð og haltu hans boðorð, Préd 12:13–14. Ekki mun hver sem er ganga inn í himnaríki, heldur sá einn sem gjörir vilja föður míns, Matt 7:21 (3 Ne 14:21). Sá sem vill gjöra vilja hans, mun komast að raun um, hvort kenningin er frá Guði, Jóh 7:17. Framar ber að hlýða Guði en mönnum, Post 5:29. Þér börn, hlýðið foreldrum yðar, Ef 6:1 (Kól 3:20). Ég skal fara og gjöra það sem Drottinn hefur boðið, 1 Ne 3:7. Ég hlýddi rödd andans, 1 Ne 4:6–18. Haldi mannanna börn boðorð Drottins veitir hann þeim næringu og styrk, 1 Ne 17:3. Varist að hlýðnast hinum illa anda, Mósía 2:32–33, 37 (K&S 29:45). Menn uppskera laun sín samkvæmt þeim anda sem þeim þóknast að hlýða, Al 3:26–27. Menn ættu að gjöra margt af frjálsum vilja sínum, K&S 58:26–29. Í engu misbýður maðurinn Guði, nema þeir sem ekki viðurkenna hönd hans í öllu og ekki hlýða boðorðum hans, K&S 59:21. Ég, Drottinn, er bundinn, þegar þér gjörið það sem ég segi, K&S 82:10. Sérhver sál sem hlýðir rödd minni mun sjá ásjónu mína og vita að ég er, K&S 93:1. Aga verður fólk mitt, þar til það lærir hlýðni, K&S 105:6. Þegar við öðlumst einhverja blessun frá Guði, þá er það fyrir hlýðni við það lögmál, sem sú blessun er bundin við, K&S 130:21. Adam var hlýðinn, HDP Móse 5:5. Vér munum reyna þá og sjá hvort þeir gjöra allt, sem Drottinn býður þeim, Abr 3:25.