Námshjálp
Kross


Kross

Smíði úr timbri sem Jesús Kristur var krossfestur á (Mark 15:20–26). Margir hugsa sér nú á dögum krossinn sem tákn um krossfestingu Krists og friðþægingarfórn; á hinn bóginn hefur Drottinn ákvarðað sín eigin tákn um krossfestingu sína og fórn — brauð og vatn sakramentisins (Matt 26:26–28; K&S 20:40, 75–79). Í ritningunum táknar orðið þá, sem taka á sig sinn kross, en það eru þeir sem elska Jesú Krist svo mikið, að þeir neita sér um guðleysi og sérhverja heimsins lystisemd, en halda boðorð hans (ÞJS, Matt 16:25–26 [Viðauki]).