Barn, börn Sjá einnig Ábyrgð, ábyrgur, ábyrgðarskylda; Blessa, blessaður, blessun — Blessun barna; Fjölskylda; Friðþægja, friðþæging; Sáluhjálp, hjálpræði — Sáluhjálp barna; Ungbarnaskírn Ung persóna, sem ekki hefur náð kynþroska. Feður og mæður eiga að þjálfa börn sín í að lúta vilja Guðs. Börn eru syndlaus þar til þau ná ábyrgðaraldri (Moró 8:22; K&S 68:27). Börn eru gjöf frá Drottni, Sálm 127:3–5. Fræð þú barnið um veginn sem það á að halda, Okv 22:6. Leyfið börnunum að koma til mín, varnið þeim eigi, Matt 19:14. Hlýðið foreldrum yðar, Ef 6:1–3 (Kól 3:20). Án fallsins hefðu Adam og Eva ekki eignast börn, 2 Ne 2:22–23. Kennið börnum að ganga á vegi sannleika og hófsemi, Mósía 4:14–15. Lítil börn eiga eilíft líf, Mósía 15:25. Jesús tók litlu börnin og blessaði þau, 3 Ne 17:21. Öll börn þín verða frædd um Drottin, og mikill verður friður barna þinna, 3 Ne 22:13 (Jes 54:13). Lítil börn þarfnast ekki iðrunar eða skírnar, Moró 8:8–24. Lítil börn eru endurleyst frá grundvöllun veraldar, fyrir minn eingetna, K&S 29:46–47. Foreldrar eiga að kenna börnum reglur fagnaðarerindisins og iðkun, K&S 68:25, 27–28. Börn eru heilög fyrir friðþægingu Krists, K&S 74:7. Foreldrum er boðið að ala börn sín upp í ljósi og sannleika, K&S 93:40. Börn sem deyja fyrir ábyrgðaraldur eru hólpin í himneska ríkinu, K&S 137:10.