Stela, stuldur Að taka eitthvað frá öðrum óheiðarlega eða ólöglega. Drottinn hefur alltaf boðið börnum sínum að stela ekki (2 Mós 20:15; Matt 19:18; 2 Ne 26:32; Mósía 13:22; K&S 59:6). Safnið yður fjársjóðum á himni, þar sem þjófar brjótast ekki inn og stela, Matt 6:19–21. Nefítar biðu ósigur vegna hroka, ríkidæmis, rána og þjófnaðar, He 4:12. Þeim sem stelur, og ekki vill iðrast, skal vísað burt, K&S 42:20. Sá sem gerist sekur um rán skal framseldur lögum landsins, K&S 42:84–85.