Námshjálp
Tímóteus


Tímóteus

Í Nýja testamenti, ungur trúboðsfélagi Páls í helgri þjónustu hans (Post 16:1–3; 2 Tím 1:1–5); sonur grísks föður og móður af Gyðingaætt; hann og foreldrar hans bjuggu í Lýstru.

Páll talaði um Tímóteus sem „sinn eigin son í trúnni“ (1 Tím 1:2, 18; 2 Tím 1:2). Tímóteus var líklega traustasti og hæfasti aðstoðarmaður Páls (Fil 2:19–23).