Markús
Í Nýja testamenti, Jóhannes Markús var sonur Maríu, sem bjó í Jerúsalem (Post 12:12); hann gæti einnig hafa verið frændi Barnabasar (Kól 4:10). Hann fór með Páli og Barnabasi frá Jerúsalem í fyrstu trúboðsferð þeirra og skildi við þá í Perge (Post 12:25; 13:5, 13). Síðar fór hann með Barnabasi til Kýpur (Post 15:37–39). Hann var með Páli í Róm (Kól 4:10; Fílem 1:24), og hann var með Pétri í Babýlon (líklega í Róm) (1 Pét 5:13). Að lokum var hann með Tímóteusi í Efesus (2 Tím 4:11).
Markúsarguðspjall
Önnur í röð bóka Nýja testamentis. Markúsarguðspjall var sennilega ritað eftir leiðsögn Péturs. Markmið hans er að lýsa Drottni, sem syni Guðs, lifandi og að starfi meðal manna. Markús lýsir með krafti og auðmýkt þeim áhrifum sem Jesús hafði á viðstadda. Arfsögnin segir að Markús hafi eftir dauða Péturs heimsótt Egyptaland, skipulagt kirkjuna í Alexandríu og dáið píslarvættisdauða.
Varðandi lista yfir atburði í lífi frelsarans eins og þeim er lýst í Markúsarguðspjalli, sjá Samræmi guðspjallanna í viðaukanum.