Patríarki Sjá einnig Faðir, jarðneskur; Guðsorðamaður, guðspjallamaður; Melkísedeksprestdæmi; Patríarkablessanir Ritningarnar tala um tvenns konar patríarka: (1) vígt embætti í Melkísedeksprestdæminu, stundum nefnt guðspjallamaður; (2) fjölskyldufeður. Vígðir patríarkar veita verðugum meðlimum kirkjunnar sérstakar blessanir. Vígðir patríarkar Sumir eru postular, sumir spámenn, sumir trúboðar, sumir hirðar og kennarar, Ef 4:11 (TA 1:6). Það er skylda hinna tólf að vígja guðspjallaþjóna, K&S 107:39. Hyrum getur tekið við embætti prestdæmis og patríarka, K&S 124:91–92, 124; 135:1. Feður Jakob blessaði syni sína og afkomendur þeirra, 1 Mós 49:1–28. Óhikað get ég við yður talað um ættföðurinn Davíð, Post 2:29. Lehí veitti ráð og blessaði afkomendur sína, 2 Ne 4:3–11. Ég varð réttmætur erfingi, háprestur, með sama rétt og feðurnir, Abr 1:2–4.