Sedekía
Í Gamla testamenti, síðasti konungur Júdeu (2 Kon 24:17–20; 25:2–7). Sedekía lét fangelsa spámanninn Jeremía (Jer 32:1–5) og Jeremía spáði fyrir um ánauð Sedekía (Jer 34:2–8, 21). Lehí og fjölskylda hans bjuggu í Jerúsalem á fyrsta ári stjórnartíðar Sedekía (1 Ne 1:4). Allir synir Sedekía, utan einn, voru drepnir; Múlek sonur hans komst undan til Vesturheims (Jer 52:10; Omní 1:15; He 8:21).