Helgun, helgunarlögmál Sjá einnig Ríki Guðs eða ríki himna; Sameiningarreglan Að vígja, helga, eða gjörast réttlátur. Helgunarlögmálið er guðleg regla þar sem karlar og konur helga sjálfviljug tíma sinn, hæfileika, og efnisleg verðmæti til uppbyggingar Guðs ríkis. Fyllið hendur yðar í dag, Drottni til handa, 2 Mós 32:29. Allir þeir sem trúðu höfðu allt sameiginlegt, Post 2:44–45. Og allt var sameign þeirra, og því var enginn ríkur eða fátækur, 4 Ne 1:3. Drottinn útskýrði helgunarlögmálið, K&S 42:30–39 (K&S 51:2–19; 58:35–36). Ekki er einum manni ætlað að eiga umfram annan, K&S 49:20. Sérhverjum manni var úthlutað jafnt í hlutfalli við fjölskyldu hans, K&S 51:3. Skipan var á komið svo að hinir heilögu gætu verið jafnir að himneskum og jarðneskum efnum, K&S 78:4–5. Sérhver maður skyldi hafa jafna kröfu í samræmi við nauðsyn og þarfir, K&S 82:17–19. Síon verður ekki reist nema eftir lögmálsreglum himneska ríkisins, K&S 105:5. Hugur og hjarta þjóðar Enoks voru eitt, og hún lifði í réttlæti og enginn fátækur var á meðal hennar, HDP Móse 7:18.