Námshjálp
Joseph Smith yngri


Joseph Smith yngri

Spámaðurinn sem valinn var til að endurreisa hina sönnu kirkju Jesú Krists á jörðu. Joseph Smith fæddist í Vermont-fylki í Bandaríkjum Norður-Ameríku og var uppi 1805 til 1844.

Árið 1820 birtust Guð faðirinn og Jesús Kristur Joseph og hann fékk að vita að engin kirkja jarðarinnar væri sönn (JS — S 1:1–20). Síðar var hans vitjað af englinum Moróní, sem vísaði á staðinn þar sem gulltöflur, sem höfðu að geyma arfsagnir fornra þjóða meginlands Ameríku, voru fólgnar (JS — S 1:29–54).

Joseph þýddi gulltöflurnar og gaf þær út árið 1830 sem Mormónsbók (JS — S 1:66–67, 75). Árið 1829 meðtók hann prestdæmisvald frá Jóhannesi skírara og frá Pétri, Jakob og Jóhannesi (K&S 13; 27:12; 128:20; JS — S 1:68–70).

Eftir fyrirmælum Guðs endurreisti Joseph Smith ásamt nokkrum öðrum Kirkju Jesú Krists, þann 6. apríl 1830 (K&S 20:1–4). Undir forystu Josephs óx kirkjan í Kanada, Englandi og í austanverðum Bandaríkjunum, einkum í Ohio, Missouri og Illinois. Hættulegar ofsóknir mættu hinum heilögu hvar sem þeir settust að. Þann 27. júní 1844 biðu bræðurnir Joseph og Hyrum Smith píslarvættisdauða í Karþagó, Illinois í Bandaríkjum Norður-Ameríku.

Ritningar færðar fram af spámanninum Joseph Smith

Joseph þýddi hluta af gulltöflunum sem engillinn Moróní fékk honum, sú þýðing var gefin út 1830 sem Mormónsbók. Hann tók einnig við mörgum opinberunum frá Drottni sem útskýra grundvallarkenningar og skipulag kirkjunnar. Mörgum þessara opinberana var safnað í þá bók sem nú nefnist Kenning og sáttmálar. Hann var einnig ábyrgur fyrir útgáfu Hinnar dýrmætu perlu, sem hefur að geyma innblásna þýðingu sumra rita Móse, Abrahams og Matteusar, útdrátt úr eigin sögu hans og vitnisburði og þrettán trúaratriði kirkjunnar.