Valdastaða eða ábyrgð í stofnun, oft í ritningunum látið tákna stöðu innan prestdæmisvaldsins; getur einnig táknað skyldurnar sem tilheyra stöðunni eða persónunni sem stöðunni gegnir.
Við efldum embætti okkar fyrir Drottin, Jakob 1:19 .
Melkísedek tók við embætti hins háa prestdæmis, Al 13:18 .
Þjónusta englanna er að kalla menn til iðrunar, Moró 7:31 .
Enginn skal vígður til nokkurs embættis í þessari kirkju, án samþykkis safnaðarins, K&S 20:65 .
Lát sérhvern mann standa í sinni stöðu, K&S 84:109 .
Forsetar og ráðandi embættismenn útnefndir úr hópi prestdæmishafa, K&S 107:21 .
Skyldum þeirra sem eru í forsæti fyrir prestdæmissveitum er lýst, K&S 107:85–98 .
Lát hvern mann læra skyldu sína og starfa af fullri kostgæfni í því embætti sem hann hefur verið tilnefndur í, K&S 107:99–100 .
Ég gef yður nú þau embætti sem tilheyra prestdæminu, K&S 124:123 .