Námshjálp
Manna


Manna

Smágerð, kringlótt fæða sem bragðast eins og hunangskex (2 Mós 16:14–31) eða sem fersk olía (4 Mós 11:7–8). Drottinn sá Ísraelsmönnum fyrir því til matar á fjörutíu ára ferð þeirra í óbyggðunum (2 Mós 16:4–5, 14–30, 35; Jós 5:12; 1 Ne 17:28).

Ísraelsbörn nefndu það manna (eða man-hu á hebresku) — sem táknar „Hvað er það?“ — af því að þeir vissu ekki hvað það var (2 Mós 16:15). Það var einnig kalla „englabrauð“ og „himnakorn“ (Sálm 78:24–25; Jóh 6:31). Það var tákn um Krist, sem verða mundi brauð lífsins (Jóh 6:31–35).