Kanaan, Kanaanítar
Á tíma Gamla testamentis, fjórði sonur Kams (1 Mós 9:22; 10:1, 6) og sonarsonur Nóa. Kanaanítar er notað um þá sem koma frá landinu þar sem Kanaan bjó upphaflega og einnig um afkomendur hans. Kanaaníti var einnig notað um þjóðina sem bjó á láglendinu við Miðjarðarhafsströnd Filisteu. Þetta nafn var stundum notað yfir alla íbúa landsins vestan Jórdanárinnar sem ekki voru af Ísraelsætt og Grikkir nefndu Föníkumenn