Námshjálp
Mormón, spámaður Nefíta


Mormón, spámaður Nefíta

Nefítaspámaður, hershöfðingi og skrásetjari í Mormónsbók. Mormón var uppi u.þ.b. 311–385 e.Kr. (Morm 1:2, 6; 6:5–6; 8:2–3). Hann var hershöfðingi mestan hluta ævinnar, byrjaði 15 vetra (Morm 2:1–2; 3:8–12; 5:1; 8:2–3). Ammaron bauð Mormón að búa sig undir að varðveita heimildirnar og skrá þær (Morm 1:2–5; 2:17–18). Eftir að hafa skráð sögu síns eigin tíma, gerði Mormón útdrátt úr hinum stærri töflum Nefís á töflur Mormóns. Síðar fól hann syni sínum, Moróní, þessar helgu skrár. Þessar töflur voru hluti þeirrar skrár sem Joseph Smith þýddi sem Mormónsbók.

Orð Mormóns

Lítil bók í Mormónsbók. Milli síðustu orða Amalekís í Omní og fyrstu orða bókar Mósía, bætti Mormón, sem ritstýrði öllu verkinu, inn þessu litla innskoti. (Sjá „Nokkrar skýringar á Mormónsbók“ fremst í Mormónsbók.)

Bók Mormóns

Aðskilin bók í því safni ritninga sem nefnist Mormónsbók. Kapítular 1–2 segja frá Ammaron, spámanni Nefíta, sem leiðbeinir Mormón hvenær og hvar hann fái töflurnar. Einnig að hinar miklu styrjaldir hófust og Nefítarnir þrír voru teknir á brott vegna siðspillingar þjóðarinnar. Kapítular 3–4 segja frá því er Mormón kallar þjóðina til iðrunar, en hún var tilfinningasljó og ranglæti var meira en nokkru sinni í sögu Ísraels. Kapítular 5–6 greina frá lokaorrustum Nefíta og Lamaníta. Mormón féll ásamt mest allri Nefítaþjóðinni. Í kapítula 7, rétt fyrir dauða sinn, hvetur Mormón fólk — þá og á komandi tímum — til að iðrast. Kapítular 8–9 greina frá því að sonur Mormóns, Moróní, var að lokum einn eftir. Hann skráði frásögn af lokaatburðum dauða og blóðbaðs og um leið endalokum Nefítaþjóðarinnar og skráði boðskap til komandi kynslóða og lesenda þessara frásagna.