Misbjóða Að brjóta guðlegt lögmál, að syndga eða valda óþægindum eða særa; einnig að skaprauna eða ergja. Erfiðara er að ávinna svikinn bróður en vinna rammbyggða borg, Okv 18:19. Ef hægra auga þitt tælir þig til falls, þá ríf það úr, Matt 5:29. Hverjum þeim, sem tælir til falls einn af þessum smælingjum, sem á mig trúa, væri betra að vera sökkt í sjávardjúp, Matt 18:6 (K&S 121:19–22). Ef bróðir þinn eða systir misbýður þér, skuluð þið sættast, K&S 42:88. Í engu misbýður maðurinn Guði, nema þeir sem ekki játa hönd hans í öllu og ekki hlýða boðorðum hans, K&S 59:21.