Peningar Sjá einnig Auðugur, auður; Tíund, tíundargreiðslur; Veraldarhyggja; Ölmusa Mynt, pappírar, vottorð eða annað sem menn nota sem greiðslu fyrir vörur eða þjónustu. Stundum tákn efnishyggjunnar. Þér skuluð án silfurs leystir verða, Jes 52:3. Hinir tólf skyldu ekki taka neitt með til ferðarinnar, ekki brauð, mal né peninga, Mark 6:8. Pétur sagði við Símon töframann að peningar hans færust ásamt honum, Post 8:20. Fégirndin er rót alls þess sem illt er, 1 Tím 6:10. Eyðið ekki silfri fyrir það sem er einskis virði, 2 Ne 9:50–51 (Jes 55:1–2; 2 Ne 26:25–27). Vinni þeir fyrir fjármunum, munu þeir farast, 2 Ne 26:31. Leitið fyrst Guðs ríkis, áður en þér leitið auðæfanna, Jakob 2:18–19. Reistar verða kirkjur sem segja: Fyrir silfur yðar verða syndir yðar fyrirgefnar, Morm 8:32, 37. Sá sem gefur Síon fjármuni sína mun í engu fara á mis við laun sín, K&S 84:89–90.