Konungabækurnar
Tvær bækur í Gamla testamenti. Bækur þessar rekja sögu Ísraels frá uppreisn Adónía, fjórða sonar Davíðs (um 1015 f.Kr.), til endanlegrar ánauðar Júda (um 586 f.Kr.). Þær hafa að geyma alla sögu nyrðra konungdæmisins (tíu ættkvísla Ísraels) frá aðskilnaðinum þar til Assýringar herleiddu þá til landanna í norðri. Sjá einnig Tímatal í Viðaukanum.
Fyrri konungabók
Fyrsti kapítuli lýsir ævilokum Davíðs konungs. Kapítular 2–11 greina frá ævi Salómons. Kapítular 12–16 segja frá fyrstu eftirmönnum Salómons, Rehabeams og Jeróbóams. Jeróbóam olli skiptingu Ísraelsríkis. Aðrir konungar koma einnig við sögu. Kapítular 17–21 greina frá hluta þjónustu Elía þá er hann átaldi Akab Ísraelskonung. Kapítuli 22 greinir frá stríði við Sýrlendinga þar sem Akab og Jósafat, konungur Júda, sameinuðu liðsstyrk sinn. Spámaðurinn Míka boðar hrakfarir konunganna.
Síðari konungabók
Kapítular 1:1–2:11 greina áfram frá lífi Elía, meðal annars himnaför Elía í eldvagni. Kapítular 2–9 segja frá þjónustu Elísa í trú og með miklu valdi. Kapítuli 10 greinir frá Jehú konungi og hvernig hann eyddi ætt Akabs og Baalprestunum. Kapítular 11–13 greina frá ráttlátri stjórn Jóasar og dauða Elísa. Kapítular 14–17 greina frá ýmsum konungum sem ríktu í Ísrael og Júdeu, oftast í óréttlæti. Kapítuli 15 segir frá því er Assýringar hertaka tíu ættkvíslir Ísraels. Kapítular 18–20 greina frá réttlátu lífi Hiskía Júdeukonungs og spámanninum Jesaja. Kapítular 21–23 segja frá konungunum Manasse og Jósía. Arfsagnir greina að Manasse beri ábyrgð á píslarvætti Jesaja. Jósía var réttlátur konungur sem endurreisti lögmál Gyðinga. Kapítular 24–25 greina frá herleiðingunni í Babýlon