Þolinmæði, þolgæði Sjá einnig Hógvær, hógværð; Standast Kyrrlátt þolgæði, hæfileikinn til að standast mótlæti, andstöðu eða meiðingar án þess að kvarta eða gjalda líku líkt. Ver hljóður fyrir Drottni og vona á hann, Sálm 37:7–8. Sá sem er seinn til reiði, er ríkur að skynsemd, Okv 14:29. Verið þrautseigir og þér munuð ávinna sálir yðar, Lúk 21:19. Fyrir þolgæði og huggun ritninganna höldum vér von vorri, Róm 15:4. Breytið eftir þeim, sem vegna trúar og stöðuglyndis erfa fyrirheitin, Hebr 6:12–15. Trúarþolgæðið á að birtast í fullkomnu verki, til þess að þér séuð fullkomnir og algjörir, Jakbr 1:2–4. Þér hafið heyrt um þolgæði Jobs, Jakbr 5:11. Þeir lutu vilja Guðs með gleði og þolinmæði, Mósía 24:15. Þú barst allt þetta með þolinmæði, vegna þess að Drottinn var með þér, Al 38:4–5. Haldið þess vegna áfram af þolinmæði, þar til þér eruð fullkomnaðir, K&S 67:13.