Í ritningunum er talað um sálir með þrennum hætti: (1) andaverur, bæði í fortilveru og í framhaldslífi (Alma 40:11–14; Abr 3:23); (2) andi og líkami sameinuð í jarðlífinu (K&S 88:15; Abr 5:7); og (3) ódauðleg, upprisin manneskja með líkama og anda óaðskiljanlega samtengda (2 Ne 9:13; K&S 88:15–16).
Verðmæti sálna
Allir menn eru andabörn Guðs. Hann ber umhyggju fyrir sérhverju barna sinna og telur hvert um sig mikilvægt. Vegna þess að þau eru börn hans hafa þau möguleika á að verða honum lík. Þar af leiðandi eru þau mikils virði.