Asser
Í Gamla testamentinu, sonur Jakobs og Silpu, ambáttar Leu (1 Mós 30:12–13).
Ættbálkur Assers
Jakob blessaði Asser (1 Mós 49:20) og Móse blessaði afkomendur Assers (5 Mós 33:1, 24–29). Afkomendur þessir voru nefndir „frábærir kappar“ (1 Kro 7:40).